- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gluggi getur verið opnaður í lok október

Kvennalandsliðið á að taka þátt í forkeppni HM í byrjun desember. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að möguleiki sé á að fyrirhugaðar æfingabúðir kvennalandsliðsins fari fram í lok október. Á þeim tíma sé opinn gluggi í leikjadagskrá Íslandsmótsins og bikarkeppninnar sem geti verið möguleiki á að nýta til æfinga.


Ekki stendur til að færa leiki fram og sleppa hléi sem gert verður á keppni í Olísdeild kvenna eftir næstu helgi og skapa þar með rými fyrir æfingabúðir þegar um hægist á kórónuveirufaraldrinum hér á landi. „Það er alltaf aðeins erfiðara að færa leikinn fram en færa þá aftar í dagskrána,“ sagði Róbert Geir.


Stjórn HSÍ ákvað í morgun að fresta æfingabúðum kvennalandsliðsins sem til stóð að færu fram í Vestmannaeyjum í lok þessa mánaðar og í byrjun október. Einnig var frestað æfingabúðum yngri landsliða og fjölliðamótum 5., 6. og 7. flokks karla og kvenna um óákveðinn tíma. Ástæðan er mikil fjölgun kórónuveirusmita hér á landi undanfarna daga.


„Við eigum rúm í dagskránni í lok október sem mætti nýta undir æfingabúðir kvennalandsliðsins verði aðstæður fyrir hendi í þjóðfélaginu. En þá verðum við væntanlega að hnika til leikdögum í 16-liða úrslitum Coca Colabikars kvenna,“ sagði Róbert við handbolta.is.

Undankeppni HM er framundan

Kvennalandsliðið á að taka þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins í byrjun desember í Skopje í Norður-Makedóníu. Fyrirhugaðar æfingabúðir eru einn liður í undirbúningi fyrir keppnina, þótt ljóst sé að þeir leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum geti ekki tekið þátt. Þeir voru hvort eð er ekki inn í myndinni vegna æfingabúðanna í næstu viku.


Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna, sagði við handbolta.is, að fyrirhugaðar æfingabúðir væru nauðsynlegur hluti undirbúnings landsliðsins fyrir þau verkefni sem framundan væru. Hann legði þunga áherslu á að af þeim verði um leið og aðstæður leyfi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -