- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góð byrjun hjá Alfreð á HM

Þjóðverjinn Juri Knorr sækir að vörn Katar í leiknum í Katowice. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu unnu góðan sigur með ágætri frammistöðu gegn Katar í upphafsleik þjóðanna í E-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld, 31:27.


Þýska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. var forskotið fimm mörk eftir fyrri hálfleik, 18:13. Katarbúar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn í tvö mörk. Þýska liðið hélt sjó og vann sanngjarnan sigur. Andreas Wolff markvörður varði afar mikilvæg skot á lokamínútunum þegar Katarbúar gerðu sitt síðasta áhlaup.

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands á hliðarlínunni í leiknum við Katar. Mynd/EPA


Wolf var með 38% hlutfallsmarkvörslu í leiknum. Juri Knorr var markahæstur í þýska landsliðinu með átta mörk.

Aron krækti í stig

Aron Kristjánsson og leikmenn Barein tókst að knýja fram jafntefli í leik sínum við Túnis í Malmö, 27:27. Barein byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði sex fyrstu mörkin. Túnisbúar létu það ekki slá sig út af laginu og aðeins var eins marks munur í hálfleik, 16:15, Barein í vil. Í síðari hálfleik var leikurinn hnífjafn og bæði lið áttu möguleika á að skora sigurmarkið á síðustu mínútu en allt kom fyrir ekki.

Óvæntur bandarískur sigur

Bandaríkin hafa ekki verið með á HM í rúma tvö áratugi. Óhætt er að segja að bandaríska liðið hafi byrjað mótið í dag með eftirminnilegum hætti með góðum sigri á Marokkóbúum, 28:27, í Jönköping í Svíþjóð.

Svíinn Robert Hedin stýrir bandaríska landsliðinu sem átti að vera með á HM fyrir tveimur árum en heltist úr lestinni á miðri leið eftir að á annan tug leikmanna og aðstoðarmanna smituðust af covid í æfingabúðum í Danmörku. Sigurinn á Marokkó gæti fleytt Bandaríkjamönnum áfram í milliriðla.


Loks unnu Hollendingar öruggan sigur á Argentínumönnum í Kraká, 29:19.

D-riðill (Kristianstad)
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

Leikjadagskrá, úrslit, staða í öllum riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -