- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góð von ríkir þrátt fyrir eins marks tap í Nantes

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Portúgalska meistaraliðið Sporting frá Lissabon, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, á góða möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik þrátt fyrir eins marks tap fyrir Nantes í Frakklandi í gærkvöld, 28:27, í fyrri leiknum í átta liða úrslitum keppninnar.

Síðari viðureignin fer fram í Lissabon eftir viku og Sporting-liðið er ekki gjarnt á að tapa á heimavelli.


Orri Freyr skoraði eitt mark fyrir Sporting í gær.

Nantes var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Staðan var 13:10, í hálfleik. Í síðari hálfleik dró frekar í sundur með liðunum framan af áður en Sporting-liðið náði gagnsókn í lokin og tókst að minnka muninn í eitt mark.

Martím Costa skoraði 8 mörk fyrir Sporting og Aymeric Minne skoraði sjö sinnum fyrir Nantes.

Sporting hefur aldrei komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nantes náði þeim áfanga 2018 og lék til úrslita við Montpellier.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -