Handknattleiksgoðsögnin Kiril Lazarov hefur framlengt samning sinn sem landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu til ársins 2029, að því er sambandið greinir frá.
Lazarov lék í meira en 23 ár með landsliðinu og var m.a. leikmaður stórliða á borð við Veszprém og FC Barcelona og var almennt talinn vera einn besti handknattleiksmaður sinnar samtíðar.
Lazarov tók við þjálfun landsliðsins undir lok leikmannsferilsins og var m.a. bæði landsliðsþjálfari og leikmaður landsliðsins á sama tíma. Auk þjálfunar landsliðsins er Lazarov þjálfari Skopje-liðsins RK Alkaloid sem Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikur með.
Norður-Makedónía verður í riðli með Danmörku, Rúmeníu og Portúgal á EM sem hefst um miðjan mánuðinn.
Heitið ríflegri peningaupphæð fyrir árangur á EM



