- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður sigur hjá Elínu Jónu og félögum í Bjerringbro

Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og liðsfélagar hennar í Aarhus Håndbold unnu kærkominn sigur í kvöld þegar þær lögðu Berringbro á útivelli í síðasta leik 18. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar, 30:27. Leikið var í Bjerringbro Idræts & Kulturcenter. Sigrarnir hafa ekki verið alltof margir hjá Aarhus Håndbold í vetur en þessi var mikilvægur vegna þess að Bjerringbro er á svipuðum slóðum í deildinni.


Elín Jóna var í marki Aarhus Håndbold stóran hluta leiksins og varði 8 skot, 25%. Hin þrautreynda Sabine Englert leysti Elínu Jónu af á lokakaflanum og varði afar vel, fimm skot af sjö. Englert er nýlega komin til baka eftir meiðsli.

Aarhus Håndbold var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda.

Með sigrinum færðist Aarhus Håndbold upp í níunda sæti af 14 liðum deildarinnar með 10 stig. Stutt er í Silkeborg sem er í áttunda sæti, aðeins sjónarmundur, en átta efstu lið deildarinnar taka þátt í úrslitakeppninni. Liðin sem hafna í níunda til 13. sæti reyna með sér í umspili um að forðast umspil gegn liði úr 1. deild. Enn eru átta umferðir eftir svo það gefast tækifæri hjá Elínu Jónu og liðskonum Aarhus Håndbold til að lyfta sér hærra í töfluna áður en reikningarnir verða gerðir upp í vor.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -