- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott kvöld hjá Íslendingum

Aron Pálmarsson, leikamaður Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn fögnuðu sigri með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik en fjórir leikmenn og einn þjálfari voru í eldlínu keppninnar í kvöld.


Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Vive Kielce þegar liðið vann Flensburg, 37:29, á heimavelli í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu að auki fyrir pólska liðið sem er í efsta sæti riðilsins eftir þennan leik. Reyndar eru Kielce og Flensburg einu liðin sem hafa leikið fjórum sinnum í riðlinum. Hin sex liðin mætast á morgun.


Aron Pálmarsson mætti til leiks í kvöld á heimavöllinn þegar lið hans Aalborg vann Meshkov Brest, 34:33, í A-riðli keppninnar. Aron sem verið hefur frá keppni síðan 8. september skoraði tvö mörk og átti sjö stoðsendingar í þessum nauma en sæta sigri dönsku meistaranna en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Ólafur Andrés Guðmundsson, lengst til hægri, fagnar með samherjum sínum í Montpellier í leiknum í Skopje í kvöld. Mynd/EPA


Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier unnu kærkomin sigur á Vardar í Skopje í kvöld, 31:25. Ólafur skoraði ekki en tók mikinn þátt í vörninni. Kevin Bonnefoi, markvörður Montpellier, var með 43% markvörslu í leiknum. Sigurinn var einkar kærkominn fyrir franska liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í frönsku deildinni þrátt fyrir ágætt gengi í Meistaradeildinni.


Í þriðja leik A-riðils vann Kiel liðsmenn Zagreb, 36:28, í Þýskalandi.


Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildar er þessi en keppni heldur áfram annað kvöld.

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -