- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gottfridsson bestur – ekki vinningur til Íslands

Sænski landsliðsmaðurinn Jim Gottfridsson var valinn handknattleiksmaður ársins 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson var kjörinn besti handknattleiksmaður ársins 2022 í árlegu vali vefsíðunnar Handball-Planet sem kynnti niðurstöðuna í gærkvöld. Gottfridsson er fyrsti Svíinn sem hreppir hnossið í kjöri vefsíðunnar en hún hefur staðið fyrir því frá 2011 í samstarfi við lesendur sína og valinn hóp fjölmiðlamanna sem fylgjast reglulega með handknattleik.

Enginn Íslendingur

Einnig hefur verið upplýst hvaða leikmenn þóttu skara fram úr í einstaka stöðum á leikvellinum. Hægt var að greiða þremur íslenskum handknattleiksmönnum atkvæði í því kjöri, Bjarka Má Elíssyni, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og Ómari Inga Magnússyni. Skemmst er frá því að segja að enginn þeirra varð efstur í sínum flokki.

Batt enda á 20 ára bið

Alls greiddu nærri 50 þúsund atkvæði í kjörinu í ár. Gottfridsson stóð upp í valinu eftir að hafa átt afar gott keppnisár þar sem vafalaust stóð hæst frammistaða hans á Evrópumótinu sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu í upphafi ársins. Gottfridsson átti einna stærstan þátt í að Svíar unnu mótið og urðu Evrópumeistarar í handknattleik karla í fyrsta sinn í tvo áratugi.


Næstur á eftir Gottfridsson í kjörinu varð Spánverjinn Aleix Gomes. Frakkinn Dida Memd hlaut þriðja sætið. Á eftir komu Mikkel Hansen, Hampus Wanne og Gonzalo Pérez de Vargas.

Handboltakarlar ársins hjá Handball-Planet:
2011 – Laszlo Nagy.
2012 – Filip Jicha.
2013 – Domagoj Duvnjak.
2014 – Nikola Karabatic.
2015 – Nikola Karabatic.
2016 – Mikkel Hansen.
2017 – Arpad Sterbik.
2018 – Sander Sagosen.
2019 – Mikkel Hansen.
2020 – Sander Sagosen.
2021 – Mikkel Hansen.
2022 – Jim Gottfridsson.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -