Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í handknattleik í keppninni um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik verður á fimmtudaginn í Frederikshavn gegn Grænlandi. Tveimur dögum síðar, laugardaginn 11. mætir íslenska liðið Paragvæ.
Að öllum líkindum verður kínverska landsliðið síðasti andstæðingurinn í riðlakeppninni mánudaginn 11. desember.
Kínverjar reka lestina í A-riðli mótsins en eiga leik við Senegal sem er næst neðst fyrir lokaumferðina sem fram fer í Gautaborg á morgun. Takist Kínverjum að vinna Senegal verður lið Afríkuþjóðarinnar andstæðingur Íslands í lokaumferðinni.
Miðvikudaginn 13. desember verður síðan krossspil við lið úr hinum riðli forsetabikarsins um sæti 25 til 32. Íran, Kasakstan og Kongó eru þegar komin í hinn riðil forsetabikarsins. Margt bendir til að landslið Chile verði einnig í þeim riðli.
Íslenska landsliðið á þar með fjóra leiki eftir áður en það hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu. Liðið fer til Frederikshavn á morgun, þriðjudag. Eins og fyrr segir verður fyrsti leikurinn á fimmutdaginn.