Grænlenski línumaðurinn Ivâna Meincke tók þátt í sínum fyrsta leik með FH liðinu í Grill66-deildinni í gærkvöld þegar FH vann Stjörnuna, 32:13 í kvöld. Meincke hefur áður leikið með félagsliðum í Færeyjum og í Grænlandi eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu FH. Þar segir ennfremur að hún hafi átt sæti í grænlenska landsliðinu.
„Hún [Meincke – innskot] verður mikill styrkur fyrir liðið í vörn og sókn og verður áhugavert að fylgjast með henni í vetur,“ segir ennfremur á Facebook-síðu FH-inga.
Meincke er alls ekki fyrsti handknattleiksmaðurinn frá Grænlandi sem leikur með FH. Eqalunnguaq Kristiansen og Hans Peter Motzfeldt léku með karlaliði FH í upphafi aldarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik FH og ungmennaliðs FH í gærkvöld.