- Auglýsing -
Tveir grænlenskir piltar, Kim Holger Josafsen Nielsen og Sebastian Hans Knud Folmer Jensen, hafa gengið til liðs við Val og munu leika með ungmennliði félagsins í vetur. Báðir eiga þeir sæti í 20 ára landsliði Grænlands sem leikur hér á landi vináttuleiki í lok þessa mánaðar.
Nielsen og Jensen eru vanir að leika utan heimalandsins en þeir voru hjá Ikast í Danmörku á síðasta tímabili. Félagaskiptin gengu í gegn í vikunni. Nielsen er örvhent skytta en Sebastian er örvhentur hornamaður.
Báðir voru þeir í liði Vals 2 í gær þegar Valur sótti HBH heim í Grill 66-deild karla og vann með þriggja marka mun, 30:27.
- Auglýsing -