Þótt reglur eigi að vera samræmdar á milli keppnishalla á Evrópumótinu í handknattleik er langt í frá að svo sé þegar á hólminn er komið. Í Jyske Bank Boxen í Herning eru reglur mun strangari en í öðrum keppnishöllum, svo mjög að þær hafa komið þeim fáu Íslendingum sem voru á meðal áhorfenda á leik Íslands og Danmerkur í opna skjöldu. Rétt er að hafa reglur en slæmt er þegar þær eru á reiki og alls ekki í samræmi við það sem tilkynnt hefur verið.
Með aðgöngumiðum fylgja upplýsingar um eitt og annað sem er bannað að koma með á kappleiki. Þar á meðal mega s.s. bakpokar, ekki vera stærri en 40x40x20 sentimetrar (sjá mynd hér fyrir neðan).

Trékassi?
Sérsveitarfólkinu var bannað að fara inn í höllina með stærri hluti, þar á meðal töskur, en það sem komst fyrir í trékassa sem einn félaginn heldur á á myndinni hér fyrir neðan. Þurfti m.a. að taka kúabjöllur í sundur til þess að koma þeim í gegnum eftirlitið við dyrnar.

Bara trommubann í Boxen
Auk þess eru fimm trommur á hvert keppnislið leyfðar samkvæmt reglum. Í Jyske Bank Boxen eru trommur bannaðar, nokkuð sem kom sérsveitinni, stuðningsmannasveit landsliðsins, á óvart eftir veru sína í Malmö og Kristianstad.
Þröngar reglur um bakpoka
Einnig eru enn þrengri reglur um stærð bakpoka en gert er ráð fyrir. Urðu einhverjir úr hópi Íslendinga á leiknum í gærkvöld að fara langa leið með töskur sínar í geymslu gegn gjaldi eða komu þeim fyrir í bifreiðum sínum utan við höllina. Sömu töskur var leyft að koma með í Kristianstad og Malmö enda innan þeirra marka sem mótshaldarar gefa upp.
Þetta ósamræmi frá tilkynningum mótshalda til raunveruleikans er enn eitt dæmið um grautargang í skipulagi Evrópumótsins í handknattleik sem nokkrum sinnum hefur verið sagt frá síðustu daga.
Sérsveitin með norskan „krók“ á móti banni (bragði)


