- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grautfúlir yfir að hafa tapað

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Margir, ef ekki allir, þættir leiksins voru slakir hjá okkur í fyrri hálfleik. Það var svekkjandi að ná ekki að halda leiknum jafnari og víst er að fyrri hálfleikurinn gerði framhaldið fyrir okkur mjög erfitt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hans tapaði fyrir Stjörnunni, 36:33, í uppgjöri efstu liða Olísdeildar karla í TM-höllinni.


Valur var sjö mörkum undir í hálfleik, 19:12, en mestu munaði níu mörkum í upphafi síðari hálfleiks.

„Ég er stoltur af strákunum að sýna metnað og koma til baka. Þegar við vorum níu mörkum undir hefði verið auðvelt að brotna, gefast upp. Þeir gerðu það ekki heldur sýndu baráttuanda og vilja til að gera betur. Það er er mikilvægt en breytir því ekki að við erum grautfúlir með að tapa,“ sagði Snorri Steinn en Valsliðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk undir lok leiksins og átti þess kost að komast enn nær.

Eitt leiddi af öðru

„Stjarnan gerði vel. Það verður ekki af liðinu tekið,“ sagði Snorri Steinn spurður hvað hefði sérstaklega verið að í leik Vals í fyrri hálfleik. „Stjarnan gerði vel. Það verður ekki af liðinu tekið,“ sagði Snorri Steinn spurður hvað hefði sérstaklega verið að í leik Vals í fyrri hálfleik.

„Mér fannst vörnin slitna í sundur og menn vera of eftirgefanlegir. Einnig vorum við hægir í sóknarleiknum. Eitt leiddi af öðru sem varð þess valdandi að við náðum okkur alls ekki á strik. Ég bað strákana um meiri baráttu og vilja í síðari hálfleik. Þeir svöruðu þeirri kröfu. Með örlítilli heppni hefðum við getað stolið einhverju úr leiknum en Stjarnan var heilt yfir betri að þessu sinni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -