Grétar Áki Andersen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Hann tekur við að Sólveigu Láru Kjærnested sem lét af störfum á dögunum eftir þriggja ára frábært starf hjá ÍR.
Grétar Áki þekkir vel hjá ÍR. Hann kom til félagsins síðastliðið vor og var aðstoðarþjálfari kvennaliðliðs í vetur og starfaði með Sólveigu Láry. Auk þess þjálfaði Grétar Áki 3. og 4. flokk kvenna.
Grétari Áka til halds og trausts verður Arnar Freyr Guðmundsson. Arnar hefur starfað sem yfirþjálfari deildarinnar frá árinu 2020 og þjálfað yngri flokka samhliða því. Einnig hljóp Arnar Freyr í skarðið við þjálfun kvennaliðs ÍR síðari hluta keppnistímabilsins 2021/2022.
„Ég er virkilega ánægður með ráðningu Grétars Áka enda hefur hann komið frábærlega inn í félagið undanfarið ár og er efnilegur þjálfari. Það er einnig frábært að Arnar Freyr komi inn með Grétari enda heimamaður og saman mynda þeir ungt og metnaðarfullt þjálfarateymi sem við höfum mikla trú á,” er haft eftir Björgvin Þór Hólmgeirssyni framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍR í tilkynningu.