- Auglýsing -
Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu tryggðu sér sæti í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag. AEK lagði PAOK, 26:25, í æsispennandi leik. AEK átti ótrúlegan endasprett og skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiksins.
Að vanda eru upplýsingar um frammistöðu markvarða í kappleikjum gríska handboltans af skornum skammti. Víst er að Grétar Ari var í leikmannahópi AEK vegna þess að sjá má honum bregða fyrir á einni mynd á heimasíðu AEK.
Undanúrslit grísku bikarkeppninnar verða leikin 30. janúar. AEK mætir Ionikos. Olympiakos er einnig komið í undanúrslit og fær að kljást við XANTH eða Kilkis í undanúrslitaleik föstudaginn 30. janúar.
- Auglýsing -


