- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gríðarlega stórt fyrir Fram að krækja í Rúnar

Rúnar Kárason t.v. og Einar Jónsson þjálfari Fram þegar Rúnar staðfesti komu sína til Fram á laugardaginn. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Það er gríðarlega stórt fyrir Fram að fá Rúnar heim og um leið mikil viðurkenning á okkar starfi að maður af styrkleika Rúnars vilji koma til liðs við okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram glaður í bragði í samtali við handbolta.is á laugardaginn í kjölfar þess að Rúnar Kárason skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Samningurinn tekur gildi í sumar.

Rúnar sá besti í Olísdeildinni

„Við erum stoltir og ánægðir með að fá Rúnar til liðs við okkur. Vonandi heldur hann áfram að blómstra í okkar herbúðum,” sagði Einar og bætti við. „Rúnar er að mínu mati besti leikmaður Olísdeildarinnar og þar af leiðandi er koma hans hvalreki fyrir félagið.“

Vukicevic verður áfram

Einar segir að ekki standi annað til en að örvhenti leikmaðurinn Luka Vukicevic verði áfram með Fram-liðinu. Vukicevic gekk til liðs við Fram fyrir keppnistímabilið.

„Luka er með áframhaldandi samning við okkur og er inn í mynd okkar fyrir næsta tímabil. Koma Rúnars hefur engin áhrif þar á. Rúnar er viðbót við okkar góða hóp,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram sem situr í þriðja sæti Olísdeild karla og leikur við Hauka í undanúrslitum Poweradebikarsins í Laugardalshöll á fimmtudaginn klukkan 18.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -