- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Grill 66-deild karla: Áfram munar stigi á Víkingi og Gróttu

- Auglýsing -

Áfram munar aðeins einu stigi á Víkingi og Gróttu í tveimur efstu sætum Grill 66-deildar karla eftir leiki kvöldsins. Víkingur, sem er er efstur með 19 stig eftir 10 leiki vann stórsigur á Hvíta riddaranum að Varmá, 37:24. Tapaði Hvíti riddarinn þar með enn einum heimaleiknum á leiktíðinni.

Grótta fylgir Víkingi eins og skugginn í öðru sæti með 18 stig. Gróttumenn lögðu ÍH-inga í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 36:31. ÍH-ingar veittu töluverða mótspyrnu lengi vel.


Haukar 2 fylgdu eftir sigri Hauka 1 fyrr í kvöld með sigri á Selfoss 2, 37:28. Selfyssingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Fljótlega í síðari hálfleik tóku Haukar á sig rögg og komust yfir. Juku þeir forskot sitt jafnt og þétt til síðustu mínútna.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Úrslit og markaskor í leikjum kvöldsins:

Hvíti riddarinn – Víkingur 24:37 (13:18).

Mörk Hvíta riddarans: Adam Ingi Sigurðsson 4, Haukur Guðmundsson 4, Andri Freyr Friðriksson 3, Daníel Bæring Grétarsson 3, Jökull Ari Sveinsson 3, Kristján Andri Finnsson 2, Leó Róbertsson 2, Aron Valur Gunnlaugsson 1, Brynjar Búi Davíðsson 1, Magnús Kári Magnússon 1.
Varin skot: Eyþór Einarsson 3.

Mörk Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 8, Kristófer Snær Þorgeirsson 7, Ásgeir Snær Vignisson 4, Rytis Kazakevicius 4, Felix Már Kjartansson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Kristján Helgi Tómasson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 1, Nökkvi Gunnarsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 10, Hilmar Már Ingason 8.

Grótta – ÍH 36:31 (16:15).

Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 8, Antoine Óskar Pantano 7, Sæþór Atlason 6, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 6, Kári Kvaran 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Hannes Grimm 2, Atli Steinn Arnarson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 15, Andri Snær Sigmarsson 6.

Mörk ÍH: Benedikt Elvar Skarphéðinsson 8, Brynjar Narfi Arndal 8, Bjarki Jóhannsson 7, Ari Valur Atlason 4, Þórarinn Þórarinsson 3, Róbert Dagur Davíðsson 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 9.

Haukar 2 – Selfoss 2 37:28 (14:16).

Mörk Hauka 2: Daníel Máni Sigurgeirsson 8, Helgi Marinó Kristófersson 8, Jón Karl Einarsson 8, Daníel Wale Adeleye 4, Egill Jónsson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 2, Aron Ingi Hreiðarsson 1, Gústaf Logi Gunnarsson 1, Sigurður Rafnsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 17.

Mörk Selfoss 2: Hákon Garri Gestsson 9, Bjarni Valur Bjarnason 4, Gunnar Kári Bragason 3, Hilmar Bjarni Ásgeirsson 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Aron Leo Guðmundsson 1, Ragnar Hilmarsson 1, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 1, Þorleifur Tryggvi Ólafsson 1.
Varin skot: Einar Gunnar Gunnlaugsson 9.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -