Þrír leikir fóru fram í Grill 66-deild kvenna í dag. Grótta sótti Aftureldingu heim og skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði sér jafntefli. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði jöfnunarmark Gróttu 13 sekúndum fyrir leikslok. Áður hafði Katrín Arna Andradóttir minnkað muninn fyrir Gróttu í 19:18. Andrea Gunnlaugsdóttir markvörður Gróttu átti stjörnuleik og var með 50% hlutfallsmarkvörslu.
Katrín Helga Davíðsdóttir fór á kostum hjá Aftureldingu eins og stundum áður og skoraði 10 mörk.
HK sem ætlar sér að vera í toppbaráttu vann stórsigur á Fram 2 í Lambhagahöllinni, 40:23. Yfirburður HK voru miklir eins og tölurnar gefa til kynna. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir mætti til leiks með HK eftir nokkurra ára fjarveru frá handboltavellinum.
Úrslit leikjanna eru hér fyrir neðan ásamt hálfleikstölum, markaskorurum og varin skot. Upplýsingar frá HBStatz.
Einnig er tölfræði úr fyrstu leik deildarinnar sem fram fór á föstudaginn.
Afturelding – Grótta 19:19 (10:7).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 10, Susan Ines Gamboa 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 14.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín Arna Andradóttir 6, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Katrín S Scheving Thorsteinsson 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 19.
Valur 2 – Fjölnir 22:20 (9:7).
Mörk Vals: Laufey Helga Óskarsdóttir 11, Sara Lind Fróðadóttir 4, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Katla Margrét Óskarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 13.
Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 5, Signý Harðardóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 3, Karólína Ósk Arndal Sigurlaugardóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1, Matthildur Lóa Baldursdóttir 1, Tinna Björg Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 13.
Fram 2 – HK 23:40 (13:23).
Mörk Fram 2: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 7, Hildur Lilja Jónsdóttir 6, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 2, Birna Ósk Styrmisdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Líf Líndal 3, Þórdís Idda Ólafsdóttir 3, Freyja Sveinbjörnsdóttir 2.
Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 9, Amelía Laufey G. Miljevic 6, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Auður Katrín Jónasdóttir 3, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 2, Auður Guðmundsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 8, Danijela Sara B. Björnsdóttir 5.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Leikur á föstudagskvöld:
Víkingur – FH 20:17 (11:9).
Mörk Víkings: Hildur Guðjónsdóttir 7, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L. Sigurðardóttir 9.
Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Eva Gísladóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Elísa Björt Ágústsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Szonja Szöke 15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.