- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66-deild: Línur eru orðnar skýrar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þrátt fyrir að flest átta af níu liðum Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eigi eftir að leika einu sinni þá liggja línur deildarinnar nokkuð ljósar fyrir. Afturelding fer beint upp í Olísdeild en ÍR, Grótta og FH taka þátt í umspili um sæti í Olísdeild ár næstu leiktíð ásamt liði Selfoss.


ÍR vann Fjölni/Fylki örugglega í Dalhúsum í dag, 30:22. Grótta gerði út um vonir Víkinga að geta skákað FH í báráttunni um fjórða sæti deildarinnar og það síðasta sem gefur þátttökurétt í umspilinu. Grótta vann Víking með átta marka mun í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 35:27.


Í fjórða leik dagsins vann ungmennalið Fram ungmennalið Vals örugglega, 37:19.


Umspilið hefst sunnudaginn 16. apríl. Annarsvegar mætast ÍR og Grótta og hinsvegar Selfoss og FH. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitaleikina um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð.


Staðan í Grill 66-deild kvenna.

Úrslit dagsins í Grill 66-deild kvenna:

Fjölnir/Fylkir – ÍR 22:30 (11:17).
Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 10, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Ada Kozicka 2, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 2, Telma Sól Bogadóttir 2, Azra Cosic 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Sara Kristín Pedersen 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 7, Harpa Rún Friðriksdóttir 1.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8, Vaka Líf Kristinsdóttir 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, María Leifsdóttir 1, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Hildur Öder Einarsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 14, Þórunn Ásta Imsland 2.

Grótta – Víkingur 35:27 (17:14).
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 8, Þóra María Sigurjónsdóttir 7, Lilja Hrund Stefánsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Guðrún Þorláksdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 1.
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 9, Auður Brynja Sölvadóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 5, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Berglind Adolfsdóttir 2, Auður Ómarsdóttir 1, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 6, Anna Vala Axelsdóttir 3.

Valur U – Fram U 19:37 (6:20).
Mörk Vals U.: Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Eva Sóldís Jónsdóttir 2, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 6.
Mörk Fram U.: Íris Anna Gísladóttir 9, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 7, Valgerður Arnalds 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Elín Ása Bjarnadóttir 2, Eydís Pálmadóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 2, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 18.


FH – Afturelding 30:40 (13:17).
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 14, Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Katrín Erla Kjartansdóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Susan Ines Gamboa 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2.
Varin skot: Tori Lynn Gísladóttir 6, Rebecca Fredrika Adolfsson 3.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 6, Emma Havin Sardardóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Ivana Meincke 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 2, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -