- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig

Hafdís Shizuka Iura skoraði 11 mörk fyrir Víking gegn FH í kvöld. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingur vann annan leik sinn í röð á upphafsdögum nýs árs í kvöld í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Að þessu sinni urðu liðsmenn FH að játa sig sigraðar í heimsókn í Safamýri, 33:23. Hafdís Shizuka Iura og Ída Bjarklind Magnúsdóttir léku á als oddi og skoruðu 20 af 33 mörkum Víkings sem er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 10 leiki. FH-ingar sitja að því er virðist fastir í 8. sæti með fimm stig.


Eftir jafntefli í fyrri viðureign liðanna í haust, 24:24, voru leikmenn Víkings staðráðnir í að gefa ekkert eftir að þessu sinni. Þeir voru með yfirhöndina frá upphafi til enda. Í hálfleik var forskotið fjögur mörk, 17:13. Munurinn jókst nokkuð í síðari hálfleik eins og úrslitin gefa til kynna.

Fjölnir vann Berserki öðru sinni á leiktíðinni, að þessu sinni, 31:14, í Fjölnishöllinni, og hefur fjögur stig í næst neðsta sæti Grill 66-deildar kvenna.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.


Víkingur – FH 33:23 (17:13).
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 11, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9, Díana Ágústsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2, Ivana Jorna Meincke 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1, Valgerður Elín Snorradóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 10, Anna Vala Axelsdóttir 1.
Mörk FH: Sara Björg Davíðsdóttir 5, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Dagný Þorgilsdóttir 2, Ena Car 2, Telma Medos 1.
Varin skot: Dagný Þorgilsdóttir 10.


Fjölnir – Berserkir 31:14 (17:8)
Mörk Fjölnis: Eyrún Ósk Hjartardóttir 8, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 7, Telma Sól Bogadóttir 6, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 2, Kristjana Marta Marteinsdóttir 2, Sara Kristín Pedersen 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Azra Cosic 1, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 9, Emilía Karítas Rafnsdóttir 5.
Mörk Berserkja: Thelma Lind Victorsdóttir 4, Arna Sól Orradóttir 3, Katrín Hallgrímsdóttir 3, Thelma Dís Harðardóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Freyja Sveinbjörnsdóttir 8, María Ingunn Þorsteinsdóttir 3.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -