- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Aðeins eins stigs munur á ÍR og Fjölni fyrir síðustu leikina

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Áfram er aðeins eins stigs munur á ÍR og Fjölni í kapphlaupi liðanna um sæti í Olísdeildinni í handknattleik karla eftir leiki dagsins í Grill 66-deild karla. ÍR er einu stigi ofar fyrir lokaumferðina sem fram fer á fimmtudaginn. Hörður kemur í humátt á eftir en á ekki leik fyrr en á morgun.

ÍR vann stórsigur á ungmennaliði KA í KA-heimilinu í miklum markaleik, 48:27. Ljóst var frá byrjun að leikmenn ÍR ætluðu ekki að misstíga sig í leiknum. Þeir réðu lögum og lofum frá upphafi til enda gegn KA-piltum á öllum aldri.

Fjölnir hafði einnig tögl og hagldir frá byrjun í heimsókn í N1-höll Valsara. Að loknum fyrri hálfleik hafði Fjölnir átta marka forskot, 17:9. Valsara sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik en sá byr nægði ekki til þess að setja strik í reikning Fjölnismanna.
Ungmennalið Fram, sem er deildarmeistari í Grill 66-deildinni, vann Þórsara í Höllinni á Akureyri, 32:30, í leik sem hófst aðeins síðar en hinir þrír vegna tafa á ferð Fram-liðsins norður.

Fram var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Þórsarar höfðu fyrir leikinn misst af lestinni í kapphlaupinu um að komast beint upp í Olísdeildina.

Ungmennalið HK vann ungmennalið Víkings, 37:30, í uppgjöri tveggja neðstu liða Grill 66-deildarinnar í Kórnum.

Ungmennalið Hauka og Hörður frá Ísafirði mætast á Ásvöllum á morgun og ljúka þar með 17. og næst síðustu umferð deildarinnar á þessari leiktíð.

Leikir í síðustu umferðinni 28. mars:
Víkingur U - Þór.
Fram U - Valur U.
ÍR - Haukar U.
Fjölnir KA U.
Hörður - HK U.
Allir leikirnir hefjast klukkan 15.

Staðan í Grill 66-deild karla.

KA U – ÍR 27:48 (15:25).
Mörk KA U.: Sigþór Gunnar Jónsson 7, Ernir Elí Ellertsson 5, Jónsteinn Helgi Þórsson 5, Leó Friðriksson 4, Arnar Elí Guðlaugsson 3, Jóhann Bjarki Hauksson 2, Guðmundur Freyr Hermannsson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 15, Atli Þór Ragnarsson 4.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10, Róbert Snær Örvarsson 7, Bernard Kristján Darkoh 6, Eyþór Ari Waage 6, Viktor Freyr Viðarsson 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Patrekur Smári Arnarsson 3, Patrekur Smári Arnarsson 3, Andri Freyr Ármannsson 2, Bergþór Róbertsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 2,
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 14, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 6.

Valur U – Fjölnir 25:27 (9:17).
Mörk Vals U.: Daníel Örn Guðmundsson 6, Dagur Leó Fannarsson 5, Tómas Sigurðarson 5, Jóel Bernburg 3, Matthías Ingi Magnússon 3, Knútur Gauti Kruger 1, Jóhannes Jóhannesson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 8.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 10, Haraldur Björn Hjörleifsson 6, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Alex Máni Oddnýjarson 1, Dagur Logi Sigurðsson 1, Elvar Þór Ólafsson 1, Tómas Bragi Starrason 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 12.

HK U – Víkingur U 37:30 (18:15).
Mörk HK U.: Marteinn Sverrir Bjarnason 11, Benedikt Þorsteinsson 7, Haukur Ingi Hauksson 5, Davíð Elí Heimisson 4, Arnór Róbertsson 3, Egill Már Hjartarson 3, Halldór Svan Svansson 3, Mikael Andri Samúelsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9, Sigurður Jökull Ægisson 5.
Mörk Víkings U.: Benedikt Emil Aðalsteinsson 12, Einar Marteinn Einarsson 5, Arnar Gauti Arnarsson 4, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Ari Freyr Jónsson 1, Arnar Már Ásmundsson 1, Bergur Breki Ragnarsson 1, Ísak Örn Guðbjörnsson 1, Nökkvi Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Rafn Magnússon 7, Heiðar Snær Tómasson 4.

Þór – Fram U 30:32 (14:18).
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Aron Hólm Kristjánsson 5, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Garðar Már Jónsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 7, Tómas Ingi Gunnarsson 7.
Mörk Fram U.: Felix Már Kjartansson 12, Sigurður Bjarki Jónsson 5, Arnþór Sævarsson 4, Bjartur Már Guðmundsson 4, Daníel Stefán Reynisson 3, Max Emil Stenlund 3, Benjamín Björnsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 16.

Staðan í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -