ÍR lagði Hörð með átta marka mun, 35:27, í annarri umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í Skógarseli, heimavelli ÍR í dag. Um er að ræða tvö af þeim liðum sem þykja líklegust til þess að berjast um efsta sæti deildarinnar á leiktíðinni.
Hörður hafði tveggja marka forskot að loknum síðari hálfleik, 20:18. Svo virðist sem botninn hafi dottið úr hjá Ísfirðingum í síðari hálfleik, ekki síst þegar kom að í sóknarleiknum.
Þrír erlendir leikmenn urðu gjaldgengir með Harðarliðinu í gær auk þess sem Ólafur Brim Stefánsson lagði lykkju á leið sína til Kúveit og gekk til liðs við Hörð skömmu síðdegis í gær og lék með liðinu í dag. Allt virtist koma fyrir ekki. Bjarni Fritzson sálfræðingur og þjálfari ÍR lét ekki slá sig út af laginu fremur en áður.
Hrannar Ingi Jóhannsson átti stórleik með ÍR-liðinu og skoraði m.a. 11 mörk. ÍR-ingar hafa þar með tvo vinninga eftir fyrstu leikina. Hörður er með einn vinning og virðast leikmenn og þjálfarar þurfa lengri tíma til þess að stilla saman strengina.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 11, Eyþór Ari Waage 7, Róbert Snær Örvarsson 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Baldur Fritz Bjarnason 3, Egill Skorri Vigfússon 2, Jökull Blöndal Björnsson 1, Bernard Kristján Darkoh 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 12, Alexander Ásgrímsson 4.
Mörk Harðar: Jhonatan C. Santos 8, Ólafur Brim Stefánsson 5, Jose Esteves Neto 5, Sudario Eidur Carneiro 3, Danil Zorkin 3, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Axel Sveinsson 1.
Varin skot: Artem Yankovskyi 8, Stefán Freyr Jónsson 4.