- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Fjórði sigur Fjölnismanna er staðreynd

Leikmenn Fjölnis fagna einum af sigrum sínum á keppnistímabilinu. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Fjölnir vann sinn fjórða leik í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði harðsnúið ungmennalið Víkings, 31:27, í Fjölnishöllinni. Þar með situr Fjölnir einn í efsta sæti deildarinnar með níu stig að loknum fimm leikjum. Þór er tveimur stigum á eftir og á leik inni gegn Herði í Höllinni á Akureyri klukkan 16 á morgun.


Fjölnismenn voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Framan af síðari hálfleik tókst Víkingum að minnka muninn í eitt mark hvað eftir annað. Þeir komust ekki nær og þegar á leið skein munurinn á liðunum í gegn. Fjölnir var mest með sjö marka forskot, 30:23.

Þetta var eini leikurinn sem var á dagskrá Grill 66-deildar karla í kvöld. Áfram verður haldið á morgun, sunnudag og allt fram á mánudagskvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fer fram.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Viktor Berg Grétarsson 7, Dagur Logi Sigurðsson 5, Elvar Þór Ólafsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 2, Tómas Bragi Starrason 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Aron Breki Oddnýjarson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 12.

Mörk Víkings U.: Benedikt Emil Aðalsteinsson 6, Kristófer Snær Þorgeirsson 6, Arnar Gauti Arnarsson 5, Sigurður Páll Matthíasson 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Birgir Örn Birgisson 2, Ólafur Jón Guðjónsson 2, Einar Marteinn Einarsson 1.
Varin skot: Hinrik Örn Jóhannsson 4.

Grill 66kvenna: FH eltir Selfoss – Ída skoraði 13 mörk – úrslit og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -