- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Sex lið eru jöfn að stigum

Leikmenn Þórs fögnuðu sigri um síðustu helgi og aftur í dag. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Sex af níu liðum Grill 66-deildar karla eru jöfn að stigum eftir þriðju umferð sem fór fram í dag og í kvöld. Hafa ber þó í huga að eitt af liðunum sex, Víkingur, hefur aðeins leikið tvisvar.

Vegna þess að níu lið eru í deildinni þá situr eitt yfir í hverri umferð. Í dag kom það í hlut Víkinga að sitja yfir. Liðin sex eru auk Víkings, Hörður, Þór, Selfoss, Fram2 og Valur2.

Þórður skoraði 10 mörk

Þórsarar sóttu Framara2 heim í Lambhagahöllina í Úlfarsárdal og unnu með minnsta mun, 34:33. Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Þórsarar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik, náðu fljótlega yfirhöndinni og héldu naumu forskoti til leiksloka. Þórður Tandri Ágústsson fór mikinn í liði Þórs og skoraði 10 mörk. Kristján Páll Steinsson markvörður var einnig vel á verði. Arnþór Sævarsson var markahæstur hjá Fram með níu mörk en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni.

Hörður sterkari á Ásvöllum

Hörður gerði góða ferð á Ásvelli og lagði Hauka2 með þriggja marka mun, 31:28. Leikmenn Harðar voru beittari allan tímann og höfðu yfirhöndina, alla að sex mörk í síðari hálfleik þegar best lét. Dorde Colovic lét mest til sína taka hjá Herði. hann skoraði níu mörk. Sigðurður Snær Sigurjónsson skoraði einnig níu mörk en það fyrir Hauka2. Jón Karl Einarsson er kominn til baka á Ásvelli eftir vist hjá HK. Hann skoraði átta sinnum.

Suðurlandsslagur

Selfoss fékk hið bráðunga lið Handknattleiksbandalags Heimaeyjar (HBH) í heimsókn og fagnaði fimm marka sigri, 39:34. Selfoss-liðið var sterkara lengi vel leiksins en þegar halla tók nærri leikslokum sótti Eyjamenn í sig veðrið og tókst að minnka muninn í tvö mörk, 36:34, þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka. Nær komust þeir ekki.
Guðjón Baldur Ómarsson og Tryggvi Sigurberg Traustason skoruðu sjö mörk hvor fyrir Selfossliðið. Kristófer Ísak Bárðarson skoraði átta mörk fyrir HBH og Andri Magnússon sjö.

Daníel Örn Guðmundsson var ásamt Gunnari Róbertssyni markahæstur hjá Val2 gegn HK2. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Sannfærandi hjá Val

HK2 tókst ekki að leggja stein í götu Vals2 í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 14:12, fyrir Val. Síðari hálfleikur var hinsvegar undir stjórn Valsmanna sem unnu með sex marka mun, 32:26.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Úrslit dagsins og markaskor

Haukar2 – Hörður 28:31 (12:16).
Mörk Hauka2: Sigurður Snær Sigurjónsson 9, Jón Karl Einarsson 8, Ísak Óli Eggertsson 5, Egill Jónsson 4, Helgi Marinó Kristófersson 1, Sigurður Bjarmi Árnason 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 12.
Mörk Harðar: Dorde Colovic 8, Kenya Kasahara 5, Daníel Wale Adeleye 4, Endijs Kusners 4, Admilson Furtado 3, Christos Kederis 3, Dejan Karan 2, Kenta Isoda 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 11, Stefán Freyr Jónsson 1.

Fram2 – Þór 33:34 (19:16).
Mörk Fram2: Arnþór Sævarsson 9, Theodór Sigurðsson 6, Marel Baldvinsson 5, Marel Baldvinsson 5, Eiður Rafn Valsson 3, Tindur Ingólfsson 3, Max Emil Stenlund 2.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 7, Valtýr Már Hákonarson 2.
Mörk Þórs: Þórður Tandri Ágústsson 10, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Oddur Gretarsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Hafþór Már Vignisson 4, Þormar Sigurðsson 2, Garðar Már Jónsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 19.

Selfoss – HBH 39:34 (21:18).
Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Alvaro Mallols Fernandez 6, Hannes Höskuldsson 4, Valdimar Örn Ingvarsson 4, Patrekur Þór Öfjörð 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8, Jón Þórarinn Þorsteinsson 5.
Mörk HBH: Kristófer Ísak Bárðarson 8, Andri Magnússon 7, Andri Erlingsson 6, Elís Þór Aðalsteinsson 6, Breki Þór Óðinsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Kristján Ingi Kjartansson 2, Jón Ingi Elísson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 10.

Valur2 – HK2 32:26 (14:12).
Mörk Vals2: Daníel Örn Guðmundsson 8, Gunnar Róbertsson 8, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Dagur Leó Fannarsson 4, Atli Hrafn Bernburg 2, Daníel Montoro Montoro 2, Arnar Gauti Birgisson 1, Bjarki Snorrason 1, Hlynur Freyr Geirmundsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 17, Anton Máni Heldersson 1.
Mörk HK2: Felix Már Kjartansson 6, Örn Alexandersson 6, Kristófer Stefánsson 5, Ingibert Snær Erlingsson 3, Jose Pedro Barcelos 3, Bjarki Freyr Sindrason 2, Elías Ingi Gíslason 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 8, Sveinn Bernharð Blomsterberg 1.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -