- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Þrír skoruðu 25 af 34 mörkum KA í sigri

Dagur Árni Heimisson, KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals og KA mættust í síðasta leik þriðju umferðar Grill 66-deildar karla í handknattleik í Origohöll Valsara. Skemmst er frá því að segja að KA-piltar unnu öruggan sjö marka sigur, 34:27, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13.


Ungmennalið KA situr í 5. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Vinningurinn í Origohöllinni í dag var sá fyrsti sem kemur í hlut Akureyrarliðsins á leiktíðinni.

Skarphéðinn Ívar Einarsson, Arnór Ísak Haddsson og Dagur Árni Heimisson voru atkvæðamiklir hjá KA U með 25 af 34 mörkum.

Atli Hrafn Bernburg og Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoruðu flest mörk Valsliðsins, sex hvor. Valur er með tvö stig eftir þrjá leiki í Grill 66-deildinni.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

Mörk Vals U.: Atli Hrafn Bernburg 6, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 6, Daníel Örn Guðmundsson 5, Tómas Sigurðarson 4, Knútur Gauti Kruger 3, Jóhannes Jóhannesson 1, Arnar Gauti Birgisson 1, Hlynur Freyr Geirmundsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 8.

Mörk KA U.: Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Arnór Ísak Haddsson 8, Dagur Árni Heimisson 8, Haraldur Bolli Heimisson 3, Logi Gautason 2, Óskar Þórarinsson 1, Ernir Elí Ellertsson 1, Jónsteinn Helgi Þórsson 1, Jóhann Bjarki Hauksson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 9, Úlfar Örn Guðbjargarson 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -