- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Víkingur á toppnum – fyrstu sigrar Harðar og Þórs

Oddur Gretarsson svífur inn úr vinstra horni í fyrsta heimaleik sínum í Höllinni á Akureyri í meira en áratug. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Víkingar eru efstir í Grill 66-deild karla í handknattleik eftir að þeir lögðu HK2 í Kórnum í kvöld, 29:22. Víkingar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni ólíkt hinum liðunum tveimur sem fóru með sigur út býtum í viðeignum kvöldsins.

Hörður lagði Selfoss í hörkuleik á Ísafirði, 34:31, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Nokkur spenna var í lofti vestra enda fyrrverandi þjálfari Harðar, Carlos Santos, að koma í heimsókn með sveit sína frá Selfossi í fyrsta sinn eftir að upp úr samstarfi hans og Harðar slitnaði sumarið 2023.

Þórsarar, sem töpuðu naumlega fyrir Víkingum í fyrstu umferð deildarinnar fyrir viku, lögðu Val2 í Höllinni á Akureyri, 32:27, þar sem mikið var um dýrðir. Margir Þórsarar, sem félagið endurheimti í sumar, léku sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið um langt árabil.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.


HK2 – Víkingur 22:29 (9:14).
Mörk HK2: Felix Már Kjartansson 7, Ingibert Snær Erlingsson 6, Örn Alexandersson 3, Elmar Franz Ólafsson 2, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Elías Ingi Gíslason 1, Kristófer Stefánsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 12.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 7, Sigurður Páll Matthíasson 6, Benedikt Emil Aðalsteinsson 4, Kristján Helgi Tómasson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Egill Már Hjartarson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 8.

Hörður – Selfoss 34:31 (15:14).
Mörk Harðar: Dorde Colovic 7, Christos Kederis 6, Endijs Kusners 6, Kenya Kasahara 5, Axel Sveinsson 3, Daníel Wale Adeleye 3, Sudario Eidur Carneiro 1, Jhonatan C. Santos 1, Admilson Furtado 1, Kei Anegayama 1.
Varin skot: Jonas Maier 14.
Mörk Selfoss: Patrekur Þór Öfjörð 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Hákon Garri Gestsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 4, Alvaro Mallols Fernandez 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Jason Dagur Þórisson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 4, Alexander Hrafnkelsson 2.

Þór – Valur2 32:27 (16:12).
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Garðar Már Jónsson 3, Hafþór Már Vignisson 3, Aron Hólm Kristjánsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Kristján Gunnþórsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 17,
Mörk Vals2: Atli Hrafn Bernburg 6, Daníel Örn Guðmundsson 5, Dagur Leó Fannarsson 5, Gunnar Róbertsson 5, Bjarki Snorrason 2, Knútur Gauti Kruger 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 7, Hilmar Már Ingason 4.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -