- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Ekkert ógnar Selfossi – ungmenni Fram unnu – úrslit og staða

Harpa Valey Gylfadóttir, Rakel Guðjónsdóttir, María Guðrún Bergsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, leikmenn Selfoss. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Áfram var leikið í fjórðu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Selfoss, vann ungmennalið Hauka, 31:19, í Sethöllinni á Selfossi. Ungmennalið Fram lagði ungt lið Berserkja, 31:20, í gömlu góðu Víkinni. Sjö mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:10.


Ungt lið Hauka var ekki öfundsvert að því að eiga við topplið Selfoss í Sethöllinni á Selfossi. Heimaliðið hefur tvo landsliðsmenn innan sinna raða um þessar mundir og fleiri leikmenn sem hafa leikið landsleiki. Segja má að Selfoss-liðið hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum var munurinn 12 mörk, 19:7. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik enda slakaði Selfossliðið og þjálfari þess, Eyþór Lárusson, aðeins á klónni.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Selfoss – Haukar U 31:19 (19:7).
Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 10, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1.
Mörk Hauka U.: Katrín Inga Andradóttir 3, Bryndís Pálmadóttir 3, Brynja Eik Steinsdóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Ester Amíra Ægisdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 2, Rósa Kristín Kemp 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 6.

Kátir leikmenn Fram eftir sigurinn á Berserkjum í gærkvöld. Mynd/Fram

Berserkir – Fram U 20:31 (10:17).
Mörk Berserkja: Auður Margrét Pálsdóttir 4, Helga María Viðarsdóttir 4, Katrín Guðmundsdóttir 4, Gerður Rún Einarsdóttir 3, Birta Líf Haraldsdóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1, Nikolina Remic 1, Tanja Rut Hermansen 1.
Varin skot: Sandra Björk Ketilsdóttir 17.
Mörk Fram U.: Sara Rún Gísladóttir 6, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 6, Íris Anna Gísladóttir 5, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Valgerður Arnalds 3, Silja Jensdóttir 2, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 2, Þóra Lind Guðmundsdóttir 2, Embla María Böðvarsdóttir 1, Ingibjörg Eva Baldvinsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 10, Þórdís Idda Ólafsdóttir 1.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -