HK heldur öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Haukum2 í Kórnum í kvöld, 31:17. Sigurinn var afar sannfærandi og nokkuð ljóst frá því snemma leiks í hvað stefndi. Kópavogsliðið var níu mörkum yfir í hálfleik, 16:7.
HK hefur þar með 17 stig eftir 11 leiki og er tveimur stigum á undan Aftureldingu sem sækir efsta lið Grill 66-deildar heim á morgun. KA/Þór er með 19 stig að loknum 10 leikjum, hefur aðeins tapað einu stigi og það gegn Aftureldingu í fyrri viðureign liðanna í haust.
Í hinni viðureign kvöldsins fagnaði FH loks sigri eftir að hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. FH lagði Fjölni í slag liðanna í öðru og þriðja neðsta sæti deildarinnar, 33:21, í Kaplakrika. Sara Xiao Reykdal markvörður, sem gekk til liðs við FH að láni frá Gróttu á dögunum átti prýðilegan leik. Hún varði 15 skot.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.
HK – Haukar2 31:17 (16:7).
Mörk HK: Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 7, Amelía Laufey G. Miljevic 6, Leandra Náttsól Salvamoser 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 12, Danijela Sara Björnsdóttir 11.
Mörk Hauka: Ester Amíra Ægisdóttir 4, Hildur Sóley Káradóttir 4, Rósa Kristín Kemp 4, Roksana Jaros 3, Bryndís Pálmadóttir 1, Olivia Boc 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 10, Erla Rut Viktorsdóttir 4.
FH – Fjölnir 33:21 (18:9).
Mörk FH: Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 6, Ena Car 5, Hildur Guðjónsdóttir 5, Karen Hrund Logadóttir 5, Telma Medos 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 2, Elísa Björt Ágústsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 15.
Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 9, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Signý Harðardóttir 3, Tinna Björg Jóhannsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 2, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 10.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.