Efsta lið Grill 66-deildar kvenna, Selfoss, heldur sigurgöngu sinni áfram. Í gærkvöld vann Selfossliðið stórsigur á HK, 44:18, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var 13. sigur Selfoss í deildinni á leiktíðinni. Virðist ljóst að ekkert hinna liðanna níu í deildinni eigi erindi í viðureign við Selfossliðið með það að markmiði að vinna.
Víkingur lagði Fjölni í Safamýri, 24:21, og sitja áfram í þriðja sæti Grill 66-deildar. Eins og FH-ingar fengu að finna fyrir á dögunum þá er Fjölnisliðið ekki auðunnið þótt það hafi ekki unnið sér inn mörg stig á keppnistímabilinu.
Víkingar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10. Ída Bjarklind Magnúsdóttir fór á kostum í leiknum og skoraði 14 mörk fyrir Víkingsliðið.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Selfoss – HK 44:18 (22:7).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 10, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 6, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Inga Dís Axelsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 14, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 11.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 6, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Inga Fanney Hauksdóttir 2, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Elfa Björg Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 11.
Tölfræðin hjá HBStatz.
Víkingur – Fjölnir 24:21 (12:10).
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 14, Valgerður Elín Snorradóttir 5, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 14.
Mörk Fjölnis: Nína Rut Magnúsdóttir 5, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 5, Sara Kristín Pedersen 4, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Telma Sól Bogadóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1,
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6, Oddný Björg Stefánsdóttir 2.
Tölfræðin hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.