- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill66 kvenna: FH vann síðasta leik umferðarinnar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik lauk í kvöld með viðureign FH og ungmennaliðs Vals í Kaplakrika. FH hafði betur, 25:22, eftir að hafa verið marki yfir eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 14:13.


FH byrjaði leikinn af krafti og komst yfir, 4:1. Valur svaraði um hæl með fimm mörkum í röð og náði forystunni. Það sem eftir var af fyrri hálfleik var lítill munur á liðunum.

Talsverður munur var á liðunum í síðari hálfleik. FH-liðið lék vel Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði vel í markinu. Forskot FH-inga varð mest sex mörk áður en Valur klóraði í bakkann á síðustu mínútum.

Leikjadagskrá og staðan í Grill 66-deildum.

FH – Valur U 25:22 (14:13).
Mörk FH: Brynja Katrín Benediktsdóttir 6, Ena Car 5, Lara Zidek 5, Eva Gísladóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 2, Telma Medos 2, Dagný Þorgilsdóttir 1, Emilía Ósk Steinarsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 14.
Mörk Vals U.: Arna Karitas Eiríksdóttir 7, Ásrún Inga Arnarsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 1, Erla Sif Leósdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 8.

Tengt efni:

Grill66 kvenna: Framarar og Víkingar fögnuðu

Grill66 kvenna: Grótta og Selfoss unnu með miklum mun – úrslit og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -