- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill66 kvenna: Grótta og Selfoss unnu með miklum mun – úrslit og staðan

Ída Margrét Stefánsdóttir leikmaður Gróttu skoraði fimm mörk. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Keppni hófst í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld með tveimur viðureignum. Hvorug þeirra var spennandi, því miður. Grótta og ungmennalið Hauka hófu leiktíðina klukkan 18 í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta vann með 13 marka mun, 35:22, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9.


Í Fjölnishöllinni í Grafarvogi mætti lið Selfoss með landsliðskonur innanborðs í heimsókn til Fjölnis sem stendur óstuddur í Grill 66-deildinni í vetur eftir að samstarfinu við Fylki lauk í vor.

Katrín S. Thorsteinsson leikmaður Gróttu að skora eitt marka sinna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Eins og við mátti búast var Selfossliðið talsvert sterkara. Liðið sýndi klærnar strax í fyrri hálfleik með því að skora 22 mörk gegn sjö frá Fjölni. Síðari hálfleikur var í sama dúr og sá fyrri, lokatölur, 44:17.

Landsliðskonurnar skoruðu 29 mörk

Katla María Magnúsdóttir skoraði 16 mörk og Perla Ruth Albertsdóttir 13. Þær gáfu tóninn fyrir Selfossliðið sem ætlar sér rakleitt upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

Leikjadagskrá og staðan í Grill 66-deildum.

Grótta – Haukar U 35:22 (18:9).
Mörk Grótta: Karlotta Óskarsdóttir 8, Katrín S. Thorsteinsson 6, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9, Anna Karólína Ingadóttir 4.
Mörk Hauka U.: Rósa Kristín Kemp 7, Ester Amíra Ægisdóttir 6, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Brynja Eik Steinsdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 2, Emilía Katrín Matthíasdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 12.

Fjölnir – Selfoss 17:44 (7:22).
Mörk Fjölnis: Sara Björg Davíðsdóttir 6, Telma Sól Bogadóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Elsa Karen Sæmundsen 1, Wiktoria Elzbieta Piekarska 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6, Harpa Rún Friðriksdóttir 2.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 16, Perla Ruth Albertsdóttir 13, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1, María Guðrún Bergsdóttir 1, Inga Dís Axelsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 7, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 6.

Næstu leikir:
24. september: Fram U – HK.
24. september: Berserkir – Víkingur.
25. september: FH – Valur U.

Leikjadagskrá og staðan í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -