Hafdís Shizuka Iura tryggði Víkingi annað stigið í heimsókn liðsins í Kaplakrika til FH-inga í kvöld í fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, 24:24. Hafdís jafnaði metin rétt rúmlega mínútu fyrir leikslok. Þrátt fyrir að bæði lið ættu sókn eftir markið kom allt fyrir ekki. Fleiri urðu mörkin ekki í jöfnum leik og úrslitin þar af leiðandi e.t.v. sanngjörn.
Víkingur var marki yfir í hálfleik, 15:14. Hildur Guðjónsdóttir var mjög öflug í FH-liðinu og hélt áfram uppteknum hætti frá Ragnarsmótinu á dögunum og var markahæst með níu mörk. Hjá Víkingi var Hafdís markahæst með sex mörk eins og Auður Brynja Sölvadóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir.
Fjölnir vann stórsigur á Berserkjum í hinni viðureign kvöldsins í Grill 66-deild kvenna, 30:13, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 14:6. Berserkir leika annað tímabilið í röð í deildinni og virðist áfram eiga nokkuð í land að standa flestum liðum deildarinnar snúning.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
FH – Víkingur 24:24 (14:15).
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Ena Car 6, Karen Hrund Logadóttir 2, Telma Medos 2, Dagný Þorgilsdóttir 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Eva Gísladóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 7.
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 6, Auður Brynja Sölvadóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 5, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 7, Anna Vala Axelsdóttir 6.
Berserkir – Fjölnir 13:30 (6:14).
Mörk Berserkja: Thelma Lind Victorsdóttir 4, Arna Sól Orradóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Thelma Dís Harðardóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 9.
Mörk Fjölnis: Eyrún Ósk Hjartardóttir 6, Sara Kristín Pedersen 6, Telma Sól Bogadóttir 6, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 5, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Azra Cosic 1, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Tinna Björg Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 10, Emilía Karítas Rafnsdóttir 2.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.