- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grilll 66-deild kvenna: Selfoss-liðið fær sigurlaunin afhent

Leikmenn Selfoss fara væntanlega syngjandi sælir og glaður heim úr heimsókn til Vals í dag. Mynd/Selfoss handbolti
- Auglýsing -

Síðasta umferð í Grill66-deild kvenna fer fram í dag með fimm leikjum. Lið Selfoss innsiglaði sigur í deildinni á dögunum og þar með sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Selfoss sækir ungmennalið Vals heim í lokaumferðinni. Að leikslokum fær Selfossliðið afhent sigurlaun sín fyrir sigur í deildinni.

 
Röð liðanna í efstu sætunum liggur fyrir. ÍR hafnar í öðru sæti. FH getur jafnað ÍR að stigum í dag en þar sem ÍR vann báðar viðureignir liðanna í vetur þá heldur Breiðholtsliðið öðru sæti hvað sem á gengur. ÍR og FH mætast í 1. umferð umspils um sæti í Olísdeildinni en það hefst 29. apríl.

Grótta verður þriðja liðið úr Grill66-deildinni til þess að taka þátt í umspilinu. Hún leikur við HK.


Grill66-deild kvenna – síðasta umferð:
Kaplakriki: FH – ÍBV U kl. 13.30.
Origohöllin: Valur U – Selfoss, kl. 13.30.
Kórinn: HK U – Fjölnir/Fylkir, kl. 13.30.
Austurberg: ÍR – Fram U, kl. 13.30.
Víkin: Víkingur – Grótta, kl. 13.30 – sýndur á Víkingurtv.


Stöðuna í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

Einn leikur stendur eftir á ÍBV U og Fram U sem fram á að fara á fimmtudaginn. Úrslit leiksins hafa engin áhrif á lokastöðuna í deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -