- Auglýsing -
Í morgun var greint frá hertum samkomutakmörkunum vegna fjölgunar smita síðustu daga og vikur. Breytingarnar snúa helst að kappleikjum á þann hátt að grímuskylda verður tekin upp á ný á sitjandi viðburðum þar sem ekki verður hægt að koma við eins metra reglu á milli áhorfenda.
Eins miða fjöldatakmarkanir við 500 í stað 2.000. Þó verður hægt að halda 1.500 manna samkomur með því skilyrði að þeir sem þangað ætla að koma hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi.