- Auglýsing -
Slóvenska handknattleikskonan Ana Gros heldur áfram að fara á kostum með franska liðinu Best í Meistaradeild Evrópu. Í dag skoraði hún 14 mörk í sjö marka sigri liðsins á danska liðinu Odense Håndbold, 31:24, í Óðinsvéum í sjöttu umferð. Hún var með 88% skotnýtingu.
Gros hefur þar með skorað 46 mörk í sex leikjum og segja má að henni haldi engin bönd.
Hér er eitt af 14 mörkum Gros í Óðinsvéum í dag.
- Auglýsing -