- Auglýsing -
Hægri hornamaðurinn Sveinn Brynjar Agnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Gróttu. Hann kemur úr ÍR og er 21 árs gamall hægri hornamaður.
Sveinn Brynjar var næst markahæsti leikmaður ÍR-liðsins síðastliðinn vetur með 66 mörk í 21 leik. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var til að mynda með U19 ára landsliðinu á HM í Georgíu árið 2017 þegar íslenska liðið hafnaði í 10. sæti.
Sveinn Byrnjar kemur m.a. inn í leikmannahóp Gróttu í stað Japanans Satoru Goto sem fór heim í vor.
„Sveinn mun smellpassa inn í leikmannahópinn okkar enda harðduglegur og viljugur strákur með mikla getu,“ er haft eftir Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu í tilkynningu frá Seltjarnarnesliðinu.
- Auglýsing -