Grótta féll úr Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði fyrir ÍR, 31:26, í síðustu umferðinni í kvöld er leikið var í Skógarseli. Eina von Gróttu til að halda sér uppi var að vinna leikinn og vonast eftir hagstæðum úrslitum hjá ÍBV og Stjörnunni sem voru og eru enn tveimur stigum fyrir ofan.
Stjarnan tapaði fyrir deildarmeisturum Vals, 34:23, og hafnar í sjöunda sæti. Kemur það í hlut Stjörnunnar að taka þátt í umspilskeppni um sæti í Olísdeild kvenna. Í undanúrslitum mætir Stjarnan liði Víkings.
Deildarmeistarar Vals og Fram, sem hafnaði í öðru sæti, sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur fékk sigurlaun sín afhent í leikslok í kvöld.
Eftir misjafnt gengi á leiktíðinni þá hreppti ÍBV sjötta sæti og leikur við Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar. Selfoss sem hafnaði í fjórða sæti mætir ÍR sem varð í fimmta sæti.
Úrslitakeppni Olísdeildar hefst 15. apríl:
Haukar – ÍBV
Selfoss – ÍR
-vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
Umspil Olísdeildar hefst 13. apríl:
Stjarnan – Víkingur.
HK – Afturelding.
Önnur umferð 16. apríl – oddaleikir 19. apríl.
-vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit.
Úrslit kvöldsins:
ÍBV – Haukar 24:25 (14:12) – tölfræði HBstatz.
ÍR – Grótta 31:26 (13:13) – tölfræði HBstatz.
Selfoss – Fram 28:34 (14:16) – tölfræði HBstatz.
Valur – Stjarnan 34:23 (15:12) – tölfræði HBstatz.
