Grótta heldur áfram að elta HK í toppbaráttu Grill 66-deildar kvenna. Grótta lagði FH, 27:21, í Kaplakrika í kvöld og hefur þar með 20 stig að loknum 12 leikjum. HK hefur sama stigafjölda en á inni leik við Val 2 á sunnudaginn.
Grótta var með yfirhöndina allan leikinn í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 13:9.
Í Fjölnishöllinni vann heimaliðið öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Mosfellsbæ, Aftureldingu, 31:23. Staðan í hálfleik var 13:8 fyrir Fjölni. Mosfellingar náðu aldrei að bíta úr nálinni eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir stórleik Katrínar Helgu Davíðsdóttur sem skoraði 10 mörk.
Afturelding rekur þar með lestina í Grill 66-deildinni með sjö stig eftir átta leiki. Fjölnir er með átta stig ásamt Fram 2 og Val 2 í fimmta, sjötta og sjöunda sæti.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
FH – Grótta 21:27 (9:13).
Mörk FH: Eva Guðrúnardóttir Long 6, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 5, Thelma Dögg Einarsdóttir 3, Eva Aðalsteinsdóttir 2, Ólafía Þóra Klein 2, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Szonja Szöke 12.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 4, Andrea Gunnlaugsdóttir 3, Edda Steingrímsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Svandís Birgisdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 13.
Fjölnir – Afturelding 31:23 (13:8).
Mörk Fjölnis: Berglind Benediktsdóttir 8, Sara Kristín Pedersen 6, Vera Pálsdóttir 6, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4, Hildur Sóley Káradóttir 3, Signý Harðardóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1, Rósa Kristín Kemp 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 11.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 10, Agnes Ýr Bjarkadóttir 3, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Susan Ines Barinas Gamboa 2, Þórdís Eva Elvarsdóttir 2, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1, Halldóra Ástrós Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 9, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2.





