- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta og ÍBV unnu sína leiki á fyrsta keppniskvöldi Ragnarsmótsins

Ágúst Ingi Óskarsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu gegn Selfossi á Ragnarsmótinu í gærkvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ragnarsmótið í handknattleik karla hófst í Sethöllinni í gær með tveimur hörkuleikjum. Grótta hafði betur í viðureign við lið Selfoss sem tekið hefur miklum mannabreytingum frá síðasta keppnistímabili.

ÍBV lagði Víking, 35:30, eftir að hafa verið sterkara liðið í síðari hálfleik. Nokkra öfluga leikmenn vantaði í Eyjaliðið sem stendur í ströngu þessa dagana. Auk þátttöku í Ragnarsmótinu þá tekur ÍBV þátt í Hafnarfjarðarmótinu sem hefst í kvöld.

Úrslit og markaskor leikja fyrstu leikdags Ragnarsmótsins:

Selfoss – Grótta 35:38 (17:20).
Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 9, Hákon Garri Gestsson 5, Guðjón Óli Ósvaldsson 4, Anton Breki Hjaltason 4, Guðmundur Steindórsson 3, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Árni Ísleifsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.

Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 10, Hannes Grimm 6, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Kári Kvaran 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Ari Pétur Eiríksson 2, Sæþór Atlason 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Hrafn Ingi Jóhannsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Gísli Örn Alfreðsson 1, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 1.

Víkingur – ÍBV 30:35 (17:17).
Mörk Víkings: Benedikt Emil Aðalsteinsson 6, Igor Mrsulja 5, Ólafur Jón Guðjónsson 4, Leó Már Jónsson 3, Kristófer Snær Þorgeirsson 3, Páll Þór Kolbeins 2, Egill Már Hjartarson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Sigurður Páll Matthíasson 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Ísak Örn Guðbjörnsson 1.

Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 9, Kristófer Ísak Bárðarson 6, Andri Erlingsson 5, Andrés Marel Sigurðsson 4, Ívar Bessi Viðarsson 4, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Gauti Gunnarsson 1, Adam Smári Sigfússon 1, Morgan Goði Garner 1.

Næstu leikir

21. ágúst – miðvikudagur:
Kl. 18: ÍBV – Þór.
Kl. 20.15: Selfoss – Haukar U.

22. ágúst – fimmtudagur:
Kl. 18: Haukar U – Grótta.
Kl. 20.15: Þór – Víkingur.

24. ágúst – laugardagur:
Kl. 13: 5. sæti.
Kl. 15: 3. sæti.
Kl. 17: Úrslitaleikur.

[email protected]

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -