- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss fór með stigin heim

Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu skipar sínum mönnum fyrir. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eftir þrjá tapleiki í röð tókst Selfoss að tryggja sér stigin tvö sem voru í boði í heimsókn til Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 20:18, eftir jafna stöðu í hálfleik, 7:7. Leikurinn á Nesinu var ekki góður. Sóknarleikur beggja liða var mistækur frá upphafi til enda þótt örlítið hafi lifnað yfir honum í síðari hálfleik.


Selfoss skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum. Ekki tókst Gróttu að færa sér það verulega í nyt. Liðið skoraði þó 4 mörk áður en nærri 15 mínútna markalaus kafli rann upp hjá liðinu og staðan var jöfn, 4:4, eftir 20 mínútur.


Selfossi tókst að halda frumkvæði í síðari hálfleik og var m.a. fimm mörkum yfir, 13:17, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var sem lifnaði yfir Gróttu sem nærri hafði jafnað metin.


Markverðir beggja liða voru bestu menn á vellinum. Báðir fór þeir á kostum. Engu að síður þá fá leikmenn beggja liða ekki háa einkunn fyrir sóknarleikinn. Þeir gerðu sig seka um alltof mörg mistök. Var reyndar með ólíkindum að fylgjast með hversu slakur leikurinn var á löngum köflum. Áhorfendur geta þakkað markvörðunum fyrir að hafa ekki fallið niður á sama plan og flest allir aðrir leikmenn beggja liða.


Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Daníel Örn Griffin 3, Hannes Grimm 3, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2.Theis Koch Søndergard 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, 44,4%.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 6, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Karolis Stropus 4, Ísak Gústafsson 2, Sæþór Atlason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 17, 48,5%.

Staðan í Olísdeild karla: (uppfærð eftir leik Fram og Stjörnunnar).

Valur111001377 – 30920
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
ÍBV11623368 – 33414
Stjarnan11533327 – 31413
Fram12534357 – 35413
Selfoss11515321 – 32911
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
Haukar10316290 – 2847
ÍR10217281 – 3425
Hörður110110317 – 3861


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -