- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta situr áfram við hlið Hafnarfjarðarliðanna

Leikmenn Gróttu sækja Stjörnuna heim í kvöld í Olísdeild karla. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta er áfram í hópi með Hafnarfjarðarliðunum í þremur efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum í kvöld, 31:29. Gróttumenn hafa þar með unnið þrjár af fjórum fyrstu viðureignum sínum í deildinni til þessa og komið nokkrum á óvart.

Gróttumenn voru lengst af með yfirhöndina í heimsókninni í Kórinn, m.a. var fjögurra marka munur í hálfleik, 18:14. HK komst yfir, 26:25, þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en misstu síðan gestina framúr sér á nýjan leik.

HK hefur tvö stig eins og Fjölnir en KA sem tapaði fyrir Val í gær rekur lestina í Olísdeildinni án stiga.

Afturelding fór heim með stig

ÍR-ingar voru lengi vel sterkari gegn Aftureldingu í rífandi góðri stemningu í Skógarseli í kvöld. Það nægði þeim þó ekki þegar öllu var á botninn hvolft og niðurstaðan var jafntefli.

Ihor Kopyshynskyi jafnaði metin fyrir Aftureldingu þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir, 31:31, og þar við sat. Bæði lið fengu sóknir undir lokin til að tryggja sér sigurinn. Bernard Kristján Darkoh kastaði yfir mark Aftureldingar þegar mínúta var eftir og Aftureldingarmenn misstu boltann þegar 16 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Þrátt fyrir löngun til að skora síðasta markið á lokasekúndunum þá tókst ÍR-ingum það ekki.

Fram eftir síðari hálfleik voru ÍR-ingar þremur til fjórum mörkum yfir og m.a. var tveggja marka munur í hálfleik, 16:14.

Átta marka sigur ÍBV

Í Vestmannaeyjum unnu leikmenn ÍBV öruggan sigur á Fjölni, 30:22. Eyjamenn hafa fimm stig eftir fjóra leiki. Andri Erlingsson vakti athygli í sóknarleik ÍBV. Hann skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar. Fjölnismönnum tókst aldrei að ógna leikmönnum ÍBV svo nokkru nam að þessu sinni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – Fjölnir 30:22 (15:11).
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5/1, Daniel Esteves Vieira 5, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 3/2, Gauti Gunnarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 7/1, 38,9% – Petar Jokanovic 7, 38,9%.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 5/1, Haraldur Björn Hjörleifsson 4/1, Alex Máni Oddnýjarson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Viktor Berg Grétarsson 1, Victor Máni Matthíasson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 14/3, 35%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

HK – Grótta 29:31 (14:18).
Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 7, Haukur Ingi Hauksson 6, Leó Snær Pétursson 5, Tómas Sigurðarson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Júlíus Flosason 2, Andri Þór Helgason 1, Ágúst Guðmundsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 8, 33,3% – Jovan Kukobat 2, 13,3%.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 9/3, Jakob Ingi Stefánsson 7, Ágúst Ingi Óskarsson 6, Sæþór Atlason 3, Atli Steinn Arnarson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Gunnar Dan Hlynsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10, 25,6%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍR – Afturelding 31:31 (16:14).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10/1, Bernard Kristján Darkoh 8, Bjarki Steinn Þórisson 5, Róbert Snær Örvarsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Viktor Freyr Viðarsson 1, Andri Freyr Ármannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15, 34,9%.

Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 7, Birgir Steinn Jónsson 6/2, Árni Bragi Eyjólfsson 5m Blær Hinriksson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Harri Halldórsson 2, Hallur Arason 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7,24,1% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 25%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -