Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, HK, tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni í kvöld er leikmenn Gróttu sóttu liðið heim í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik var Gróttuliðið sterkara og tryggði sér tveggja marka sigur, 25:23, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11.
Þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok var staðan jöfn, 22:22.
Þrátt fyrir tapið heldur HK efsta sætinu með 18 stig eftir 10 leiki. Grótta er tveimur stigum á eftir.
Víkingur er í þriðja sæti með 11 stig eftir að hafa lagt Fjölni, 26:22, í Fjölnishöllinni í kvöld.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
HK – Grótta 23:25 (12:11).
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 8, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Inga Fanney Hauksdóttir 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Selma Sól Ómarsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 15.
Mörk Grótta: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Katrín S Scheving Thorsteinsson 2, Guðrún Þorláksdóttir 1, Katrín Arna Andradóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 14, Anna Karólína Ingadóttir 1.
Víkingur – Fjölnir 26:22 (13:10).
Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 11, Hildur Guðjónsdóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Ivana Jorna Dina Meincke 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Tinna Björk Bergsdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L Sigurðardóttir 11.
Mörk Fjölnis: Berglind Benediktsdóttir 9, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Hildur Sóley Káradóttir 2, Rósa Kristín Kemp 2, Signý Harðardóttir 2, Vera Pálsdóttir 2, Matthildur Lóa Baldursdóttir 1, Sara Kristín Pedersen 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 7.





