Grótta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum umspils Olísdeildar karla. Grótta vann Hörð með 11 marka mun, 38:27, í öðrum og um leið síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins á Ísafirði í kvöld. Gróttta mætir Selfoss í úrslitarimmu þar sem vinna þarf þrjá leiki til þess að eiga sæti víst í Olísdeild á næstu leiktíð.
Eftir fjögurra marka sigur í Hertzhöllinni á föstudaginn þá tóku Gróttumenn öll völd fljótlega í leiknum á Ísafirði í kvöld. Þeir voru með sex marka forskot í hálfleik, 18:12. Sigur liðsins var aldrei í hættu í síðari hálfleik.
Hinn ungi Bessi Teitsson fór á kostum hjá Gróttu og skoraði 11 mörk en hann var einnig öflugur í fyrri viðureign liðanna. Markvörðurinn Magnús Gunnar Karlsson stóð vaktina í marki Seltirninga af árverkni.
Mörk Harðar: Ólafur Brim Stefánsson 5, Endijs Kusners 4, Kenya Kasahara 4, Jhonatan C. Santos 4, Marek Lesansky 3, Jose Esteves Neto 2, Lubomir Ivanytsia 2, Kei Anegayama 1, Oliver Rabek 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 7, Stefán Freyr Jónsson 4.
Mörk Gróttu: Bessi Teitsson 11, Ágúst Ingi Óskarsson 6, Sæþór Atlason 5, Jón Ómar Gíslason 4, Ari Pétur Eiríksson 3, Gísli Örn Alfreðsson 3, Gunnar Hrafn Pálsson 2, Antoine Óskar Pantano 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Hannes Grimm 1, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 16, Hannes Pétur Hauksson 6.