Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við japanska markvörðinn Shuhei Narayama um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Narayama er 27 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 196 cm á hæð.
Grótta hefur verið með Japana í sínum herbúðum undanfarin þrjú tímabilin. Félagið var með örvhenta hornamanninn Saturo Goto á láni 2020-2021 og síðustu tvö tímabil var Akimasa Abe í félaginu. Þeir báðir komu einmitt frá sama félagi, Wakunaga Leolic.
„Við bindum vonir við að Narayama muni styrkja leikmannahópinn okkar í vetur og smellipassi inn í æfingakúltúrinn okkar. Forvarar hans frá Japan höfðu góð áhrif á Gróttuliðið og við vonum að sama verði uppi á teningnum með Narayama,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í tilkynningu.
Hann á afmæli í dag
„Það er gaman að segja frá því að Narayama á einmitt 27 ára afmæli í dag. Til hamingju með afmælið og velkominn í Gróttu, Shuhei Narayma,“ segir ennfremur í tilkynningu Gróttu. Handbolti.is tekur undir hamingjuóskirnar.