- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gróttumenn slátra svona leikjum

Dagur Arnarsson og félagar í ÍBV leika við ísraelskt lið í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í september. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Við mættum ekki til leiks,“ sagði Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson þegar handbolti.is hitti hann eftir tíu marka tap ÍBV-liðsins fyrir Gróttu í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í gær, 36:26.


„Við bjuggum okkur vel undir leikinn og fórum yfir hvað við ætluðum að gera en fylgdum því hreinlega ekki. Ég veit ekki hvort það eigi að skrifa á reikning værukærðar eða eitthvað annað. Við vissum að það má ekki mæta af værukærð í leikinn við Gróttu. Þeir slátra þannig leikjum eins og sást að þessu sinni,“ sagði sagði Dagur.


Segja má að Eyjamenn hafi misst leikinn úr höndum sér á fyrstu tíu mínútunum þegar þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað á einfaldan hátt með þeim afleiðingum að Grótta skoraði átta af fyrstu níu mörkum leiksins. Framhaldið var eftir því og tíu marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 20:10. Gróttumenn misstu aldrei tökin á leiknum þótt segja megi að síðari hálfleikur hafi verið jafnari en sá fyrri.

Megum ekki draga okkur inn í skel

„Einar Baldvin var frábær í markinu hjá Gróttu í fyrri hálfleik en engu að síður vorum við sjálfum okkur verstir. Við misstum boltann á alltof einfaldan hátt með slökum sendingum okkar á milli og fleira í þeim dúr. Við megum ekki draga okkur í skel þegar illa gengur. Reynsla okkar á að vera meiri en svo að bregðast við mótlæti með þeim hætti. Við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt hvernig þessi leikur fór og dregið lærdóm af því hvernig við getum unnið okkur úr þessu,“ sagði Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, í samtali við handbolta.is eftir leikinn í Hertzhölinni í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -