Grótta stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmóti karla í handknattleik þegar mótinu lauk í Sethöllinni á Selfossi síðdegis. Gróttumenn lögðu KA-menn örugglega í úrslitaleik, 33:26. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, 16:15, Seltirningum í hag. Þeir tóku öll völd á leikvelli í síðari hálfleik og litu ekki um öxl eftir það.
ÍBV varð í þriðja sæti eftir sigur á ÍR í mikilli markaveislu, 40:32. Leikmenn Selfoss fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu að þessu sinni og það ekki seinna vænna þegar liðið lagði Víkinga með 10 marka mun, 32:22.
Í mótslok voru veitt eftirfarandi einstaklingsverðlaun:
Besti markvörður: Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu.
Besti varnarmaður: Ólafur Gústafsson, KA.
Besti sóknarmaður: Tryggvi Sigurberg Traustason, Selfossi.
Besti leikmaður: Arnór Viðarsson, ÍBV.
Úrslit og markaskorarar í dag
1. sætið: Grótta – KA 33:26 (16:15).
Mörk Gróttu: Andri Fannar Elísson 6, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Jón Ómar Gíslason 5, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Hannes Grimm 3, Antoine Óskar Pantano 2, Gísli Örn Alfreðsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Einar Baldvin Baldvinsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1.
Varin skot: Shuhei Narayama 10, Einar Baldvin Baldvinsson 3.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 4, Patrekur Stefánsson 4, Magnús Dagur Jónatansson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Ott Varik 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Jens Bragi Bergþórsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 14.
3. sætið: ÍBV – ÍR 40:32 (19:13).
Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 8, Kári Kristján Kristjánsson 5, Daniel Vieira 5, Gauti Gunnarsson 4, Breki Þór Óðinsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 4, Sveinn José Rivera 3, Dagur Arnarsson 2, Elmar Erlingsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Pavel Miskevich 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 12, Petar Jokanovic 1.
Mörk ÍR: Bernard Kristján Owusu Darkoh 4, Baldur Fritz Bjarnason 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 4, Eyþór Ari Waage 4, Bjarki Steinn Þórisson 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Bergþór Róbertsson 2, Andri Freyr Ármannsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Nathan Doku Asare 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Nökkvi Blær Hafþórsson 1, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 9, Alexander Ásgrímsson 5.
5. sætið: Selfoss – Víkingur 32:22 (15:12).
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Hans Jörgen Ólafsson 6, Alvaro Mallols Fernandez 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Jason Dagur Þórisson 3, Sæþór Atlason 3, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Anton Breki Hjaltason 2, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 9, Jón Þórarinn Þorsteinsson 8.
Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 7, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Jón Hjálmarsson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Igor Mrsulja 1, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 3.
Tengdar fréttir:
Karlar – helstu félagaskipti 2023