- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur og félagar halda sínu striki

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar í Gummersbach unnu í kvöld Emsdetten á heimavelli, 38:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik og halda þar með öðru sæti deildarinnar. Gummersbach er í harðri keppni við Nettelstedt-Lübbecke um annað sæti en aðeins munar einu stigi á liðunum. N-Lübbecke vann í kvöld Aron Rafn Eðvarðsson og félaga í Bietigheim, 29:24, á heimavelli Bietigheim.


Elliði Snær Viðarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla en hefur væntanlega verið mættur til að berja trommur og styðja samherja sína í leiknum eins og hann gerði í síðasta leik liðsins.


Aron Rafn varði 9 skot í marki Bietigheim sem gerði um 24% hlutfallsmarkvörslu.


Íslendingatríóið í EHV Aue fékk hörkuleik í heimsókn sinni til annars liðs í austurhlutanum, Eisenach. Leikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi til loka og því e.t.v. við hæfi að jafntefli væri niðurstaðan, 24:24.


Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue á lokasprettinum og varði alls fimm skot, þar af eitt vítakast. Hann var með 36% hlutfallsmarkvörslu. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark í þremur skotum og átti þrjár stoðsendingar. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Aue alltént til loka keppnistímabilsins. Talsvert er um meiðsli í leikmannahópi Aue um þessar mundir.


Önnur úrslit í deildinni í kvöld:
Wilhelmshavener – Lübeck Schwartau 23:29.
Elbflorenz – Hüttenberg 26:22.

Staðan:
Hamburg 37(21), Gummersbach 35(22), N-Lübbecke 34(22), Lübeck-Schwartau 27(21), Elbflorenz 26(22), Dormagen 23(20), Aue 23(22), Grosswallstadt 21(22), Dessauer 21(22), Eisenach 21(23), Hamm-Westfalen 20(20), Rimpar Wölfe 19(22), Bietigheim 19(22), Hüttenberg 17(23), Wilhelmshavener 17(23), Emsdetten 14(22), Konstanz 13(21), Ferndorf 12(17), Fürstenfeldbruck 11 (23).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -