-Auglýsing-

Guðjón Valur og liðsmenn skelltu meisturunum

- Auglýsing -


Guðjón Valur Sigurðsson stýrði Gummersbach til sigurs á meisturum Füchse Berlin á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var annað tap Füchse Berlin í röð eftir þjáfaraskiptin fyrir hálfri annarri viku. Gummersbach-liðið var sterkara í viðureigninni í dag frá byrjun til enda og komst m.a. í 11:3 snemma leiks. Liðið hefur nú sex stig að loknum fjórum umferðum.


Füchse Berlin hefur þegar tapað fjórum stigum eftir fjórar umferðir en allt tímabilið í fyrra tapaði liðið sex stigum í 34 leikjum.

Frábær varnarleikur og vel út færð hraðaupphlaup lögðu ekki hvað síst grunninn að fimm marka forskoti Gummersbach-liðsins að loknum fyrri hálfleik, 18:13.

Mestur varð munurinn átta mörk um miðjan síðari hálfleik, 27:19.

Elliði Snær Viðarsson lék stórt hlutverk í vörn Gummersbach. Hann skoraði einni þrjú mörk, átti eina stoðsendingu og varði eitt skot í vörninni.

Teitur Örn Einarsson lék ekk með Gummersbach vegna meiðsla. Hann verður væntanlega ekki lengi frá keppni eftir því sem handbolti.is kemst næst, e.t.v. í eina til tvær vikur.


Hollendingurinn Kay Smits, sem kom til Gummersbach í sumar, var markahæstur með átta mörk í níu skotum. Miro Schluroff var næstur með fimm mörk.

Mathias Gidsel skoraði 10 mörk fyrir Füchse Berlin sem hefur fjögur stig eftir fjóra leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -