- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjóni þökkuð 50 ár við dómgæslu og eftirlit

Guðjón L. Sigurðsson t.v. tekur við þakklætisvotti úr hendi Guðmundar B. Ólafssonar formanns HSÍ á dögunum fyrir að hafa unnið við dómgæslu í 50 ár. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Guðjón Leifur Sigurðsson lauk í vor 50. keppnistímabili sínu sem dómari og síðar eftirlitsmaður í handknattleik. Af því tilefni var Guðjóni afhentur þakklætisvottur frá Handknattleikssambandi Íslands þegar hann hóf 51. tímabilið í hlutverki eftirlitsmanns á viðureign FH og Aftureldingar í Olísdeild karla í Kaplakrika. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, afhenti Guðjóni silfurplatta og blómvönd áður en flautað var til leiks. Áhorfendur risu úr sætum og þökkuuð Guðjóni fyrir með dynjandi lófaklappi.


Guðjón var um áratugaskeið einn af fremri dómurum landsins. Hann var einnig alþjóðlegur dómari um árabil. Eftir að Guðjón hætti að dæma sneri hann sér að hlutverki eftirlitsmanns á kappleikjum hér heima, en einnig utan lands og er enn að. Guðjón lék einnig handknattleik á sínum yngri árum, m.a. með Ármanni og Aftureldingu.

Um árabil sat Guðjón í stjórn HSÍ og var formaður dómaranefndar sambandsins auk þess vinna að ýmsum störfum tengdri dómgæslu í handknattleik, m.a. með þýðingu og staðfæringu á handboltareglunum með tilheyrandi uppfærslum þegar breytingar hafa orðið auk umsjónar með útgáfunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -