- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi skoraði fimm mörk – jafntefli hjá Fredericia HK

Guðmundur Bragi Ástþórsson t.h. leikur með Bjerringbro/Silkeborg. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, þegar Bjerringbro/Silkeborg og TMS Ringsted skildu jöfn, 28:28, í Silkeborg í gær en leikurinn var liður í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn var afar jafn og spennandi. Ringsted var marki yfir í hálfleik, 14:13.

Guðmundur Bragi kom Bjerringbro/Silkeborg yfir, 28:27, þegar hálf þriðja mínúta var til leiksloka.

Hvorki Arnór Viðarsson né Einar Þorsteinn Ólafsson skoruðu mörk þegar Fredericia HK gerði jafntefli við Mors-Thy, 33:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær.

Leikið var í Sparekassen Thy Arena. Arnór var ekki skráður á leikskýrslu. Einari Þorsteini var einu sinni vikið af leikvelli og gaf tvær stoðsendingar. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia.

GOG er efst í dönsku úrvalsdeildinni með 19 stig eftir 10 leiki. Aalborg Håndbold, Fredericia HK og Bjerringbro/Silkeborg eru jöfn að stigum í öðru til fjórða sæti með 15 stig hver.

Aalborg Håndbold vann Grindsted, 36:33, í gærkvöld en í gærmorgun var þjálfaranum Maik Machulla sagt upp störfum og Simon Dahl tók við.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -