- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og Einar leika um bronsverðlaun

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK leika um bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni í handknattleik karla á morgun. Fredericia HK tapaði fyrir GOG í undanúrslitum í dag, 34:31, eftir framlengda viðureign að viðstöddum um 9.000 áhorfendum í Jyske Bank Boxen í Herning.

Fredericia HK mætir Bjerringbro/Silkeborg í leiknum um þriðja sæti. Bjerringbro/Silkeborg tapaði fyrir Aalborg í hinni viðureign undanúrslita í dag, 31:28. Mikkel Hansen skoraði 11 mörk og var með fullkomna skotnýtingu.

Fredericia HK var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 17:14. GOG tók völdin í leiknum í síðari hálfleik og var komið með gott forskot um tíma en leikmenn Fredericia HK voru ekki á því að gefa átakalaust eftir. Þeim tókst að jafna, 30:30, áður en hefðbundinn leiktími var á enda.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Fredericia HK að vanda en tók mest þátt í varnarleiknum.

Emil Madsen skoraði 19 mörk fyrir GOG í 28 skotum, þar af þrjú mörk úr vítaköstum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -